Málverk af stúlku - Gaui[1987]
Þriðji trúbatorinn er Gaui – og lagið Málverk af Stúlku
Þetta frábæra lag kom út árið 1987 á „Gaui“
http://www.tonlist.is/Music/ArtistBiography/2646/gaui/
http://cdtrrracks.com/bid2174743.html
Í húsi mínu
Rauðleit málverk hanga
Eftir plötu Dylans
Við stúlkuna ég vanga
Úr andliti hennar
Geislar sá kraftur
Sem ég veit að ég finn
Aldrei aftur
Stúlkan mín
Vefur mig
Örmum sínum hlýjum
Hún kallar inní nóttina
„komum flýjum“
Fótspor hugsana
Orð og andi
Staldra stutt við
Sem spor í sandi
Við leituðum saman
Á óþekktan stað
Hvar athöfn og orð voru
Óskrifað blað
Og það sem við sögðum
Voru gullkornin okkar
Sem við geymdum
Það kvöld
Kvöldið okkar
Stúlkan mín
Vefur mig
Örmum sínum hlýjum
Hún kallar inní nóttina
„komum flýjum“
Dylan í fjarska
Raular mér lag
Sem vegarnesti
Inn í nýjan dag
Brátt dagar aftur
Og draumarnir lenda
Í nóttkaldri blokk
Við götunnar enda
Því Austurbærinn,
Hann vaknaði af blundi
Og fáir vissu af okkar fundi
Er þú,stúlkan mín
Vafðir mig
Örmum þínum hlýjum
Og kallaðir inn í nóttina
„komum flýjum“
Að morgni dags,
Þú varst horfin frá mér
En eftir sat málverk
Málverk af þér.
6 comments:
Flott lag hjá nafna.
Nafni
Vissi ekki að þú værir svona fimur með gítarinn Gaui. Gaman að því. Víglundur.
Hef ekki heyrt þetta lengi, flott tilnefning og gaman að rifja þetta upp.
Veit að þetta er skrýtið - en ég er farin að sakna Víglundar og hans útúr steiktu commenta - hvar er Víglundur ???
Er þetta ekki helst til líkt herra Morthens?
Jú það er svolítill hr. Morthens í þessu - eins og ég hef áður komið inná, þá kallaði einn ágætur vinur minn hann Bubbawannabe !
En lagið er engu að síður frábært !
Post a Comment